Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. mars 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balotelli fær ekki að sjá börnin og óttast um móður sína
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, sóknarmaður Brescia, styður tillögu leikmannasamtakanna Ítalíu, að aflýsa öllum fótboltaleikjum í landinu á meðan ástandið er eins og það er vegna kórónaveirunnar.

Ítalía er eitt af þeim löndum sem hefur komið hvað verst út úr kórónaveirunni, COVID-19. Um 5000 hafa greinst með veiruna og 233 látið lífið af sökum hennar á Ítalíu.

„Við verðum að vakna," skrifaði hinn 29 ára gamli Balotelli á Instagram. „Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólkið hefur um helgar."

„Ég elska fótbolta meira en þú... en að spila þýðir að ferðast með rútu, lest, flugvél og að sofa á hóteli. Þú lendir í samtogi við fólk utan vinnuumhverfisins."

„Ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari helvítis kórónaveiru vegna þess að þau búa ekki í Lombardy-héraðinu. Það er pirrandi og sorglegt," sagði Balotelli og bætti við: „Ég vil svo sannarlega ekki að móðir mín, sem ég hitti og borða með á nánast hverjum degi, fá eitthvað frá mér. Ég vil ekki taka áhættu á því að hún verði veik, sama hversu mikið ég elska fótbolta."

„Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta einhverjum öðrum? Eða til að fólk tapi ekki peningum? Ekki vera fáránleg. Við erum búin að fá nóg."

Balotelli, Birkir Bjarnason og félagar eiga að mæta Sassuolo fyrir luktum dyrum í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner