Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 09. mars 2020 14:14
Magnús Már Einarsson
Daníel æfði ekki með Helsingborg - Á leið til Íslands á láni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Helsingborg hefur staðfest að viðræður séu í gangi um að lána Daníel Hafsteinsson til Íslands.

Leifur Garðarsson greindi frá því á Twitter um helgina að Daníel sé á leið í FH.

Daníel, sem er U21 árs landsliðsmaður, æfði ekki með Helsingborg í dag en hann æfði einn í ræktinni.

„Við erum í viðræðum að lána Daníel Hafsteinsson. Þess vegna æfði hann ekki í dag," sagði Midhat Kuduzovic, fjölmiðlafulltrúi Helsingborg.

Helsingborg keypti Daníel frá KA í fyrrasumar en sænska félagið hefur styrkt miðjuna hjá sér mikið í vetur og samkeppnin er hörð um sæti í liðinu.

Helsingborg ætlar því að lána Daníel aftur í Pepsi Max-deildina í sumar.
Athugasemdir
banner
banner