mán 09. mars 2020 09:09
Magnús Már Einarsson
Hitapulsan klár í Laugardal - Gerir góða hluti fyrir grasið
Frá uppsetningu hitapulsunnar á föstudaginn.
Frá uppsetningu hitapulsunnar á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag eru 17 dagar í að Ísland og Rúmenía mætist í umspili um sæti á EM í sumar.

Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á laugardalsvelli, hefur ásamt starfsfólki vallarins staðið í ströngu í allan vetur við að hafa Laugardalsvöll leikfæran þann 26. mars.

Sérstök hitapulsa kom til landsins í síðustu viku og hún var sett yfir völlinn á föstudag.

Pulsan heldur hita á grasinu og eins og sjá má á myndunum hjá Kristni hér að neðan er hún strax farin að bræða snjó af grasinu og hita það.

Hitapulsan verður yfir grasinu meira og minna fram að leik en hún verður þó tekin af í stuttan tíma til að hægt sé að mála línur, slá grasið og gera völlinn kláran fyrir stóru stundina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner