Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. apríl 2019 15:50
Elvar Geir Magnússon
Hannes orðinn leikmaður Vals (Staðfest)
Hannes Þór Halldórsson við undirskriftina í dag.
Hannes Þór Halldórsson við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur verið kynntur sem nýr leikmaður Vals. Þetta var opinberað á Hlíðarenda rétt í þessu.

Hann gerir fjögurra ára samning, út 2022.

Hannes er 34 ára markvörður og hefur leikið 59 landsleiki. Hann er núverandi aðalmarkvörður landsliðsins.

Hannes lék síðast í efstu deild á Íslandi sumarið 2013 en síðan þá hefur hann spilað í Noregi, Danmörku og nú síðast í Aserbaidsjan þar sem tækifærin voru af skornum skammti.

Íslandsmeistarar Vals leika gegn Víkingum þann 26. apríl í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar.

Fótbolti.net birtir viðtal við Hannes á eftir.

Fréttatilkynning Vals:
Hannes Þór Halldórsson landsliðmarkvörður Íslands gengur til liðs við Íslandsmeistara Vals. Hannes Þór sem er besti markvörður Íslands og einn af þeim bestu frá upphafi gerir samning við Val út keppnistímabilið 2022.

Hannes Þór mun einnig koma að þjálfun markvarða yngri flokka þar sem hann mun miðla af reynslu sinni til yngri iðkenda félagsins. Hannes Þór hefur leikið erlendis undanfarin ár með, Brann, Sanders Ulf í Noregi, Nec í Hollandi, Randers í Danmörku og Qarabag í Azerbaijan. Hann hefur leikið 59 landsleiki fyrir Ísland og var aðalmarkvörður Íslands í úrslitakeppnum EM og HM.

Hannes er ekki bara frábær markvörður heldur mikill leiðtogi sem kemur til með að styrkja leikmannahóp Vals og félagið verulega á næstu árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner