Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. apríl 2020 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson hrósað fyrir sitt framlag
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ben Mee, fyrirliði Burnley, hefur hrósað kollega sínum hjá Liverpool, Jordan Henderson, fyrir að eiga frumkvæðið að sjóð sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni stofnuðu í gærkvöldi.

Sjóðurinn er stofnaður til að styðja við heilbrigðiskerfið í Bretlandi í gegnum þessa erfiðu tíma, hvort sem það sé að aðstoða þá sem eru í fremstu víglínu eða á bak við tjöldin.

Í samtali við The Guardian sagði Mee: „Jordan Henderson er fyrirliði Evrópumeistarana en hann er líka drengur sem kemur úr verkamannastétt í Sunderland. Hann á mikið hrós skilið fyrir að koma okkur öllum saman, hann er sannur leiðtogi."

„Sem hópur þá vildum við bara gera eitthvað jákvætt og okkur finnst við hafa tekið skref í átt að því."

Southampton varð í dag fyrsta félagið í ensku úrvalsdeildinni til að semja við leikmenn um frestun launa. Þetta er gert til að hjálpa til við að greiða laun starfólks félagsins sem eru ekki leikmenn.

Önnur félög í deildinni hafa einnig beðið leikmenn um að taka á sig launalækkun á meðan kórónuveirufaraldurinn stendur yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner