Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. apríl 2020 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tryggvi telur að markametið verði ekki bætt
Tryggvi er markahæstur í sögu efstu deildar karla.
Tryggvi er markahæstur í sögu efstu deildar karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson telur að markamet sitt í efstu deild karla komi ekki til með að verða bætt í framtíðinni.

Hann sagði frá þessu í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Rikka G, í Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport á þessu fimmtudagskvöldi.

Tryggvi bætti markametið í efstu deild þann 29. maí 2012 þegar hann skoraði í sigri ÍBV á Stjörnunni. Hann fór þar með upp fyrir Inga Björn Albertsson og trónir hann enn á toppnum. Hann býst við að vera á toppnum eitthvað lengur, en á vef KSÍ segir að Tryggvi hafi í heildina skorað 131 mark í 241 leik í efstu deild karla.

„Þetta verður ekki slegið og það er vegna þess að um leið og einhver leikmaður kemur upp og skorar 15+ mörk á einu tímabili þá verður hann keyptur. Það samanber Alfreð Finnbogason þegar hann skýst upp, hann skorar slatta af mörkum, er bestur og er keyptur. Hann kemur líklega ekki heim fyrr en hann er 35 ára gamall," sagði Tryggvi.

„Ég held að þetta verði þróunin. Maður veit ekki út af þessu COVID hvað gerist varðandi það, en ég held að þetta verði ekki slegið. Þeir sem koma upp fara út og verða þar eins lengi og þeir vilja og geta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner