Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   sun 09. apríl 2023 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Arnór ætlar sér ekki aftur til Rússlands: „Það sem er í gangi þarna er ekki í lagi“
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í landsleik með Íslandi í síðasta mánuði.
Í landsleik með Íslandi í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Allsvenskan, efsta deild sænska fótboltans, hófst um síðustu helgi. Íslendingurinn Arnór Sigurðsson gekk aftur til liðs við IFK Norrköping frá CSKA Moskvu síðasta sumar og hann hefur heillað síðan þá í Svíþjóð.


Arnór lék með Norrköping árin 2017-2018 áður en hann hélt til Rússlands þar sem hann spilaði 66 leiki fyrir CSKA og skoraði 11 mörk. Hann var á láni hjá Venezia á Ítalíu á tímabilið 2021-2022 en spilaði lítið.

Knattspyrnusérfræðingar í Svíþjóð segja að Arnór verði einn mest spennandi leikmaður deildarinnar í sumar og einhverjir halda því fram að hann sé besti leikmaður deildarinnar í augnablikinu.

Arnór var gestur í hlaðvarpinu TuttoSvenskan á dögunum þar sem hann ræddi ferilinn hingað til, fótboltakúltúrinn á Íslandi og Akranesi og hvernig það væri að vera einn reynslumesti leikmaður Norrköping aðeins 23 ára gamall. 

Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér en Arnór talar ensku í þættinum

Arnór er enn leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi en er í augnablikinu á láni hjá Norrköping eftir að hann nýtti sér sérstakt vinnuúrræði FIFA og frysti samning sinn við rússneska félagið CSKA Moskvu. Arnór segist ekki vilja fara aftur til Rússlands í samtali við sænska hlaðvarpið TuttoSvenskan.

„Nei, ekki eftir það sem hefur gerst og það sem að er í gangi þar. Ég verð að standa með minni sannfæringu og það sem er í gangi þarna er ekki í lagi. Það tengist félaginu ekki neitt, ég elskaði minn tíma í CSKA en nú gerist þetta og ég sé ekki fram á að fara aftur þangað,“ segir Arnór aðspurður hvort að hann sjái fyrir sér að snúa aftur til CSKA.

Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út sumarið 2024. Arnór sneri aftur til Norrköping síðasta sumar eftir mislukkaða dvöl hjá Venezia á Ítalíu þar sem hann var mikið meiddur.

Arnór var í Ítalíu þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og hann lýsir því hvernig honum leið í hlaðvarpinu.

„Þetta var hræðilegt sama hvernig á það er litið. Ekki bara fyrir okkur sem knattspyrnumenn. Áður en ég fór fyrst til Rússlands hafði maður ef til vill smá fordóma gagnvart landinu en ég hafði algjörlega rangt fyrir mér. Félagið var tilbúið að gera hvað sem er fyrir mér, sem gerir þetta allt saman bara meira sorglegt,“ segir Arnór.

Endurkoman til Norrköping hefur hinsvegar gengið eins og í sögu og í dag eru margir helstu knattspyrnusérfræðingar Svíþjóðar á því að hann sé einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar.

Dreymir um að spila í La Liga eða Ensku Úrvalsdeildinni
Lánssamningur Arnórs hjá IFK Norrköping rennur út í sumar og þrátt fyrir að hann ætli sér ekki aftur til Rússlands er Allsvenskan ekki heldur hæst á óskalistanum. Arnór lítur lengra en sænski boltinn þegar hann er beðinn um að horfa fram á við til næsta skrefs á ferlinum.

„Næsta skref er mjög mikilvægt fyrir mig og ég vill fara í deild sem passar mínum leikstíl. Ég vill taka skref upp á við í stærra félag og betri deild. Mér leið vel á Ítalíu þrátt fyrir að það hafi ekki alveg gengið upp síðast. Draumurinn er að spila í La Liga eða Ensku Úrvalsdeildinni."

Christoffer Svanemar og Marcus Thapper, þáttatjórnendur, voru sammála um að Arnór væri einn áhugaverðasti karakter sænsku deildarinnar í augnablikinu.

„Þetta var mjög áhugavert viðtal. Hann heillaði mig sem manneskja, hann er löngu búinn að heilla mig sem knattspyrnumaður, en það var ofboðslega gaman að tala við hann,“ sagði Christoffer Svanemar.

Arnór hefur byrjað árið vel í Svíþjóð en hann skoraði fjögur mörk í fimm leikjum í sænsku bikarkeppninni áður en að sænsku meistararnir í BK Häcken slógu Norrköping úr keppninni. Hann spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Sirius í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og var einn sprækasti maður vallarins.

Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér en Arnór talar ensku í þættinum


Athugasemdir
banner
banner