
Stjarnan kom á óvart, ef svo má segja, og lagði Val að velli á Origo-vellinum að Hliðarenda í kvöld.
Segja má að þetta komi á óvart þar sem liðið tapaði 6-2 fyrir Breiðablik í fyrsta leik á meðan Valur vann 8-0 gegn Selfossi. Það var allt annar karakter í Stjörnustúlkum í dag.
„Fyrri hlutinn af Breiðabliksleiknum var allt í lagi, seinni hlutinn ekki. Við vorum staðráðin í að bæta fyrir það og laga fyrir það sem var að, við vorum alltof opnar til baka. Við löguðum það í dag og kláruðum með frábærum sigri," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn.
Segja má að þetta komi á óvart þar sem liðið tapaði 6-2 fyrir Breiðablik í fyrsta leik á meðan Valur vann 8-0 gegn Selfossi. Það var allt annar karakter í Stjörnustúlkum í dag.
„Fyrri hlutinn af Breiðabliksleiknum var allt í lagi, seinni hlutinn ekki. Við vorum staðráðin í að bæta fyrir það og laga fyrir það sem var að, við vorum alltof opnar til baka. Við löguðum það í dag og kláruðum með frábærum sigri," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 3 Stjarnan
Stjarnan leiddi 3-0 í hálfleik en Valur minnkaði muninn strax í upphafi seinni hálfleiks. Óli viðurkennir að það hafi farið um sig.
„Já, auðvitað var þetta ekki óskabyrjun en ég hafði það mikla trú á liðinu mínu að ég hélt að við gætum klárað þetta fyrir það. Við vorum staðráðin í að koma til baka eftir síðasta leik."
„Ég er mjög ánægður með allar stelpurnar, þær áttu margar mjög góðan leik í dag, þetta var sigur liðsheildarinnar."
„Mér líður mun betur þegar ég fer upp í rúm í kvöld en eftir síðasta leik," sagði Óli eftir leik.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir