Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. maí 2021 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Við erum enn í baráttunni
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að liðið sé enn í baráttunni um Evrópusæti en liðið vann 1-0 sigur á West Ham í kvöld og er nú aðeins þremur stigum frá fimmta sætinu.

Dominic Calvert-Lewin skoraði eina mark leiksins en þetta gerði nánast út um Meistaradeildarvonir West Ham og nú á Everton möguleika á að ná Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Ancelotti var ánægður með sigur Everton en baráttan er ekki búin.

„Andinn var góður og ég var ánægður með viðhorf leikmanna. Við vörðumst mjög vel og þetta var alls ekki auðvelt. Við náðum að loka svæðunum vel og reyndum að spila þetta á skyndisóknum," sagði Ancelotti.

„Við vissum að þetta yrði mikilvægur leikur því ef við hefðum tapað þá værum við úr baráttunni um Evrópusæti. Við erum enn í baráttunni.

„Það er annar mikilvægur leikur á fimmtudaginn gegn Villa og við verðum að vera klárir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner