Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   sun 09. maí 2021 21:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Heimir Guðjóns um rauða spjaldið: Hann lék þetta vel strákurinn
Heimir ósammála rauða spjaldinu
Heimir ósammála rauða spjaldinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Mér fannst við getað stolið þessu í restina þegar Patrick fékk dauðafæri en ef þú lítur heilt yfir leikinn séu jafntefli bara sanngjörn úrslit" Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Valsara eftir 1-1 jafntefli gegn FH í kvöld í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

Haukur Páll fékk rautt spjald á 22. mínútu þegar hann hamraði í legginn á Jónatani Inga, hvernig upplifir Heimir þetta rauða spjald?

"Fyrir mér var þetta gult spjald, Haukur Páll er að fara sparka í boltann þegar Jónatan kemur þarna fyrir en ég gef stráknum það hann lék þetta vel og endaði með rauðu spjaldi en gult fyrir mér"

Valur voru mun betri í síðari hálfleik eftir slaka frammistöðu í fyrri hálfleik, hvað sagði Heimir við strákana í hálfleik?

"Það var ljóst það myndi aldrei ganga að liggja til baka í seinni hálfleiknum þannig við ákváðum í hálfleik að koma framar og setja FH undir pressu, mér fannst það ganga ágætlega og við fengum góðar stöður"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner