Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 09. maí 2021 10:45
Aksentije Milisic
Heimild: mbl.is 
Segir Aron Snæ mun betri markvörð en Ólaf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og Fylkir skildu jöfn í Kórnum í gær í hörkuleik en honum lauk með 2-2 jafntefli.

Allt stefndi í sigur Fylkis en í uppbótartíma fékk HK aukaspyrnu af löngu færi. Varamaður­inn Ásgeir Marteins­son tók spyrnuna, sem var um 30 metrum frá marki, og skoraði með skoti sem fór yfir Ólaf Kristó­fer Helga­son.

Mikil umræða hefur verið hvort Ólafur eða Aron Snær Friðriks­son eigi að verja mark Fylkis en Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, gefur loðin svör þegar hann er spurður út í það hver sé aðalmarkvörður liðsins.

„Þá átti Ólaf­ur Kristó­fer Helga­son að gera miklu bet­ur í jöfn­un­ar­mark­inu, sem var skot af 30 metr­um og nokk­urn veg­inn beint á hann. Það er gott og vel að gefa ung­um leik­mönn­um tæki­færi, en þeir verða að vera til­bún­ir. Eins og staðan er núna er Aron Snær Friðriks­son mun betri markvörður en Ólaf­ur. Ólaf­ur var of bráður all­an leik­inn og hljóp út í nokkra bolta sem hann átti eng­an mögu­leika í. Það verður áhuga­vert að sjá hvort Ólaf­ur byrji næsta deild­ar­leik," skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður hjá MBL, á mbl.is í gær.

Næsti leikur Fylkis er heimaleikur gegn KR á miðvikudaginn og áhugavert verður að sjá hver mun standa í markinu hjá Fylki í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner