Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Efast um að Valgeir fari frá HK í þessum glugga - „Hann veit af okkar áhuga"
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, efast það stórlega að Valgeir Valgeirsson fari frá HK í þessum glugga en félagið hefur þó mikinn áhuga á að fá hann.

Valgeir hefur verið eitt helsta umræðuefnið fyrir lok gluggans en Breiðablik og Víkingur hafa mikinn áhuga á að fá hann og flest sterkustu lið Bestu deildarinnar.

HK hefur þegar gefið út að félagið ætli sér ekki að leyfa honum að fara fyrir gluggalok og að hann spili með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Það kom fram í Þungavigtinni að Valgeir væri á leið á reynslu til danska B-deildarliðsins Horsens en leikmaðurinn verður samningslaus um áramótin. Arnar ræddi við Fótbolta.net í gær um Valgeir og frekari styrkingar en sagðist þó efast um að Valgeir færi í þessum glugga.

„Við höfum klárlega mikinn áhuga á Valgeiri. Gæðaleikmaður þar á ferð en það er eiginlega ekkert í okkar höndum og ég efast um að hann fari núna í glugganum en hann veit af okkar áhuga."

„Leikmannahópurinn er fínn en það má lítið út af bregða. Við höfum lent í smá meiðslum með lykilmenn í upphafi móts en svona er þetta bara. Þú þarft að komast í gegnum ákveðna kafla og sjá til þess að þú sért ekki að tapa mörgum stigum í leiðinni og við erum búnir að tapa aðeins of mörgum fyrir minn smekk en við verðum í fínu lagi,"
sagði Arnar.

Sjá einnig:
„Værum ekki að vinna okkar vinnu ef við værum ekki að ræða við leikmann í hans gæðaflokki
Valgeir á leið til Danmerkur á reynslu
Staðfestir að Víkingur hafi rætt við Valgeir
Arnar Gunnlaugs: Dómararnir eiga stundum "off" dag
Athugasemdir
banner
banner
banner