
„Mér fannst við spila stöðugan og góðan leik í dag. Frá fyrstu mínútu stýrðum við leiknum og sigurinn er verðskuldaður. “
Sagði Pablo Aguilera Simon leikmaður Fylkis um leikinn eftir 2-0 sigur Fylkismanna á Selfyssingum á tekk vellinum í Árbæ fyrr í kvöld.
Sagði Pablo Aguilera Simon leikmaður Fylkis um leikinn eftir 2-0 sigur Fylkismanna á Selfyssingum á tekk vellinum í Árbæ fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 0 Selfoss
Lið Fylkis var fyrirfram mun sigurstranglegra liðið í leiknum enda liðunum spáð ólíku gengi í sumar. Hver voru skilaboðin frá Árna Frey Guðnasyni þjálfara Fylkis til leikmanna fyrir leik?
„Þjálfarinn sagði okkur að halda því áfram sem við höfum verið að gera á æfingum og í leikjum til þessa. Að vera agressívir og taka stjórnina í leiknum með boltann og spila eins og við kunnum að spila. “
Íslenska vorið var ekki beint blítt í Árbænum í kvöld og fengu leikmenn og áhorfendur að sjá allan skalann í veðrinu. Snjókomu, rigningu og rok og meira að segja sú gula skein á köflum.
„Aðstæðurnar eru eins fyrir bæði lið. En þetta er vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni en ég kann vel við þetta. Ég er bara ánægður að stuðningsmenn mættu þrátt fyrir veðrið og það gerði mig ánægðan að sjá alla stuðningsmennina vera mætta í þessum aðstæðum.“
Sagði Pablo en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir