Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 09. júní 2021 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland sendi inn formlega kvörtun vegna treyju Úkraínu
Mynd: Google
Rússneska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til UEFA vegna treyju Úkraínu á EM í sumar.

Treyjan er gul eins og vanalega en á brjóstkassanum má sjá útlínur að landsvæði Úkraínu. Þetta væri ekki vandamál ef Úkraína og Rússland væru ekki í stríði um hluta af þessu landsvæði.

Á treyju Úkraínu er Krímea innifalinn sem partur af landinu, en Rússar hertóku svæðið fyrir nokkrum árum og eru með mikið af hermönnum þar.

„Treyja Úkraínu er augljóslega pólitísk og fer því gegn grunnreglum UEFA," segir meðal annars í kvörtun frá rússneska knattspyrnusambandinu.

Það hafa ekki margar þjóðir viljað blanda sér í stríð Rússlands við Úkraínu en það er almennt samþykkt að Krímea sé enn partur af Úkraínu frekar en Rússlandi þrátt fyrir að hafa verið tekið með hervaldi.
Athugasemdir
banner
banner