Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 09. júní 2024 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Baroni að taka við Lazio
Marco Baroni
Marco Baroni
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Marco Baroni er að taka við liði Lazio en þetta staðfesti Claudio Lotito, forseti félagsins, í dag.

Baroni hefur síðasta árið þjálfað Hellas Verona en hann hefur komið víða við á 24 ára þjálfaraferli sínum.

Hann hefur meðal annars þjálfað fjóra Íslendinga hjá þremur mismunandi félögum. Hann var með Þóri Jóhann Helgason og Brynjar Inga Bjarnason hjá Lecce, Birki Bjarnason hjá Pescara og Hörð Björgvin Magnússon hjá unglinga- og varaliði Juventus.

Hann er nú að fá sitt stærsta þjálfarastarf til þessa en hann mun á næstu dögum skrifa undir samning hjá Lazio.

Lotito, forseti Lazio, staðfesti ráðninguna í dag og mun félagið væntanlega tilkynna fregnirnar á samfélagsmiðlum á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner