Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 09. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Real Madrid berjast um brasilískan bakvörð
Mynd: Getty Images
Pedro Lima, leikmaður Sport Recife í Brasilíu, er eftirsóttur þessa dagana en bæði Chelsea og Real Madrid vilja kaup hann í sumarglugganum.

Lima er 17 ára gamall og spilar stöðu hægri bakvarðar hjá Sport Recife í brasilísku B-deildinni.

Hann braut sér leið inn í byrjunarlið félagsins á þessu ári og hefur síðan þá spilað 25 leiki, skoraði tvö mörk og lagt upp tvö.

AS segir að frammistaða hans hafi vakið áhuga hjá bæði Chelsea og Real Madrid, sem vilja bæði kaupa hann, en verðmiðinn er í kringum 6 milljónir punda.

Lima byrjaði alla leiki U17 ára landsliðs Brasilíu á HM í Indónesíu í nóvember á síðasta ári, en liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Argentínu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner