Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mán 09. júní 2025 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara á Avis vellinum í kvöld þegar sjöunda umferð Lengjudeildarinnar fór fram.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Njarðvík

„Svekktur. Ég hefði viljað taka þrjú stigin hérna ef ég á að segja alveg eins og er" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik. 

„Mér fannst seinni hálfleikurinn vera algjörlega eign okkar. Þeir fá þetta mark hérna í seinni hálfleik þegar boltinn fer í gegnum [varnar]múrinn eða eitthvað. Menn hoppa of hátt eða ég veit það ekki" 

„Í opnum leik þá var ekkert að frétta nema alveg í lokin þegar þeir sluppu í 1v1 hérna í lokin. Grjóni [Sigurjón Már] gerir vel og Aron ver frá einum manninum þeirra. Það var eftir að við vorum að reyna ná í þetta jöfnunarmark sem við náðum svo seinna" 

„Það kom ekkert frá þeim í seinni hálfleik og mér fannst við gjörsamlega vera með tökin á þessu. Við hefðum klárlega átt að ná í eitt, tvö í viðbót fannst mér en þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta og við spiluðum virkilega vel á móti frábæru Þróttaraliði við frábærar aðstæður" 

Það myndaðist smá fjaðrafok eftir leik þar sem mönnum lenti saman og misgáfuleg orð voru látin falla.

„Leiðinlegt atvik. Tvö góð lið búin að spila hörku fótbolta og allir sáu það að bæði lið voru að gefa allt í þetta. Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir" 

„Það myndast eitthvað kaos út úr því náttúrulega þar sem að mínir menn heyrðu þetta margir og þeir eru alls ekki sáttir með það að það sé verið að segja einhverja svona hluti á Íslandi finnst mér og á þessum stað hjá Þrótti. Auðvitað fóru þeir bara að reyna aðstoða hann í þessu og reyna að koma einhverri ró á þetta útaf því að þetta á bara ekki að gerast í fótbolta hvort sem það sé á Íslandi eða einhverstaðar annarstaðar" 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 15 8 7 0 36 - 14 +22 31
2.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
3.    Þróttur R. 15 8 4 3 28 - 23 +5 28
4.    Þór 15 8 3 4 34 - 22 +12 27
5.    HK 15 8 3 4 26 - 18 +8 27
6.    Keflavík 15 7 4 4 34 - 24 +10 25
7.    Völsungur 14 5 2 7 24 - 30 -6 17
8.    Grindavík 15 4 2 9 29 - 42 -13 14
9.    Selfoss 14 4 1 9 15 - 29 -14 13
10.    Fylkir 15 2 5 8 20 - 26 -6 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 15 2 4 9 13 - 31 -18 10
Athugasemdir
banner