Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Settu lukkudýr Lech Poznan á Kópavogsvöll í skjóli nætur
Mynd: Stadionowi Oprawcy
Meðfylgjandi mynd er tekin af pólskum samfélagsmiðlum en þar má sjá að búið er að setja mynd af lukkudýri Lech Poznan á stúkuna á Kópavogsvelli.

Þar mætast Breiðablik og Lech Poznan í kvöld í seinni viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Pólska liðið vann fyrri leikinn 7-1.

Í skjóli nætur mættu einhverjir stuðningsmenn Lech Poznan og settu mynd af geitinni, sem er lukkudýr félagsins, í víkingaklæðum á stúkuna.

Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu verður svo næsti Evrópuandstæðingur Breiðabliks en liðin færast niður í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrir tveimur árum vann Zrinjski Mostar 6-2 sigur á heimavelli gegn Breiðabliki í forkeppni Evrópudeildarinnar. 1-0 sigur Blika í seinni leiknum dugði skammt. Kópavogsliðið á því harma að hefna frá því einvígi.


Athugasemdir
banner