Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 09. júlí 2024 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe ósáttur með frammistöðu sína á EM - „Ég var ekki góður“
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, fyrirliði franska landsliðsins, var allt annað en sáttur við frammistöðu sína á Evrópumótinu í Þýskalandi en hann sagði frá þessu í kvöld.

Mbappe og félagar eru úr leik á EM eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum, 2-1, í München.

Sóknarmaðurinn, sem er einn sá besti í heiminum, skoraði aðeins eitt mark á mótinu en það kom úr vítaspyrnu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Það voru engar afsakanir hjá honum eftir leik og viðurkennir hann að þetta hafi verið misheppnað mót.

„Í fótbolta ertu annað hvort góður eða ekki góður. Ég var ekki góður. Evrópumótið hjá mér var misheppnað,“ sagði Mbappe.

„Ég vildi verða Evrópumeistari en er í staðinn á leið í frí. Ég mun hvílast vel sem ég er viss um að eigi eftir að gera mér gott. Eftir það geri ég mig kláran til að hefja nýtt líf. Það er margt sem þarf að gera,“ sagði Mbappe ennfremur.

Mbappe verður formlega kynntur hjá Real Madrid síðar í þessum mánuði en hann var fenginn til félagsins á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain rétt fyrir EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner