Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 09. ágúst 2020 13:45
Aksentije Milisic
Nokkur félög á eftir Harry Wilson - Liverpool vill 20 milljónir punda
Southampton, Leeds og Newcastle United eru öll á eftir Harry Wilson, leikmanni Liverpool.

Ensku meistararnir vilja 20 milljónir punda fyrir þennan 23 ára gamla leikmann og þá vill liðið ekki lána leikmanninn aftur.

Wilson var á láni hjá Bournemouth á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði sjö mörk í 31 leik í deildinni. Wilson hefur einungis spilað einn keppnisleik fyrir Liverpool en það var árið 2017 í enska bikarnum gegn Plymouth.

Þá hefur þessi velski landsliðsmaður áður verið á láni hjá Crewe, Derby og Hull.
Athugasemdir
banner