Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
   mán 09. ágúst 2021 22:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Þetta var full mikil spenna í lokin
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Stjarnan og Breiðablik í 16. umferð Pepsi-Max deildar karla en þar enduðu leikar með 3-1 sigri Breiðablik. Mörk Blika skoruðu Viktor Karl Einarsson og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika skoraði tvö. Mark Stjörnumanna skoraði Oliver Haurits.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

"Mér líður vel, þrír punktar það var það sem við ætluðum að sækja. Þetta var full mikil spenna í lokin en við tókum punktana þrjá þannig ég er bara sáttur" Sagði Viktor Karl í viðtali eftir leik.

Blikar voru með öll tök á leiknum þangað til að Stjarnan minnkuðu muninn í 3-1 og fóru að herja mikið á Blikana, hvað gerðist þar að mati Viktors?

"Ég á eftir að átta mig á því hvað gerist en mér fannst við vera langt á eftir, vorum að setja boltann hátt á völlinn og vorum ekki mættir í seinni boltann þannig þeir náðu að stjórna leiknum, þó svo það liti kannski út fyrir að vera 1-1 þá var staðan 3-1 þannig við vorum kannski bara smá værukærir og smá eftir á"

Thomas Mikkelsen spilaði sinn síðasta leik fyrir Breiðablik, hversu mikill missir er að missa svona leikmann?

"Það er auðvitað bara gríðarlegur missir, hann lifir fyrir að skora og er algjör markaskorari, það er gríðarlegur missir að missa Thomas en við erum með stóran hóp og það verða aðrir að stíga upp"

Seinni leikurinn gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni fer fram á fimmtudaginn og Blikar í fínum séns.

"Klárlega, við sýndum það á Laugardagsvelli að við getum klárlega gefið þeim leik og að mínu mati töpuðum kannski ósanngjarnt þannig við ætlum að fara þarna út, keyra á þá og vinna þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner