Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mán 09. ágúst 2021 22:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Þetta var full mikil spenna í lokin
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Stjarnan og Breiðablik í 16. umferð Pepsi-Max deildar karla en þar enduðu leikar með 3-1 sigri Breiðablik. Mörk Blika skoruðu Viktor Karl Einarsson og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika skoraði tvö. Mark Stjörnumanna skoraði Oliver Haurits.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

"Mér líður vel, þrír punktar það var það sem við ætluðum að sækja. Þetta var full mikil spenna í lokin en við tókum punktana þrjá þannig ég er bara sáttur" Sagði Viktor Karl í viðtali eftir leik.

Blikar voru með öll tök á leiknum þangað til að Stjarnan minnkuðu muninn í 3-1 og fóru að herja mikið á Blikana, hvað gerðist þar að mati Viktors?

"Ég á eftir að átta mig á því hvað gerist en mér fannst við vera langt á eftir, vorum að setja boltann hátt á völlinn og vorum ekki mættir í seinni boltann þannig þeir náðu að stjórna leiknum, þó svo það liti kannski út fyrir að vera 1-1 þá var staðan 3-1 þannig við vorum kannski bara smá værukærir og smá eftir á"

Thomas Mikkelsen spilaði sinn síðasta leik fyrir Breiðablik, hversu mikill missir er að missa svona leikmann?

"Það er auðvitað bara gríðarlegur missir, hann lifir fyrir að skora og er algjör markaskorari, það er gríðarlegur missir að missa Thomas en við erum með stóran hóp og það verða aðrir að stíga upp"

Seinni leikurinn gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni fer fram á fimmtudaginn og Blikar í fínum séns.

"Klárlega, við sýndum það á Laugardagsvelli að við getum klárlega gefið þeim leik og að mínu mati töpuðum kannski ósanngjarnt þannig við ætlum að fara þarna út, keyra á þá og vinna þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner