Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mán 09. ágúst 2021 22:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Þetta var full mikil spenna í lokin
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Stjarnan og Breiðablik í 16. umferð Pepsi-Max deildar karla en þar enduðu leikar með 3-1 sigri Breiðablik. Mörk Blika skoruðu Viktor Karl Einarsson og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika skoraði tvö. Mark Stjörnumanna skoraði Oliver Haurits.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

"Mér líður vel, þrír punktar það var það sem við ætluðum að sækja. Þetta var full mikil spenna í lokin en við tókum punktana þrjá þannig ég er bara sáttur" Sagði Viktor Karl í viðtali eftir leik.

Blikar voru með öll tök á leiknum þangað til að Stjarnan minnkuðu muninn í 3-1 og fóru að herja mikið á Blikana, hvað gerðist þar að mati Viktors?

"Ég á eftir að átta mig á því hvað gerist en mér fannst við vera langt á eftir, vorum að setja boltann hátt á völlinn og vorum ekki mættir í seinni boltann þannig þeir náðu að stjórna leiknum, þó svo það liti kannski út fyrir að vera 1-1 þá var staðan 3-1 þannig við vorum kannski bara smá værukærir og smá eftir á"

Thomas Mikkelsen spilaði sinn síðasta leik fyrir Breiðablik, hversu mikill missir er að missa svona leikmann?

"Það er auðvitað bara gríðarlegur missir, hann lifir fyrir að skora og er algjör markaskorari, það er gríðarlegur missir að missa Thomas en við erum með stóran hóp og það verða aðrir að stíga upp"

Seinni leikurinn gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni fer fram á fimmtudaginn og Blikar í fínum séns.

"Klárlega, við sýndum það á Laugardagsvelli að við getum klárlega gefið þeim leik og að mínu mati töpuðum kannski ósanngjarnt þannig við ætlum að fara þarna út, keyra á þá og vinna þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner