Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   mán 09. ágúst 2021 22:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Þetta var full mikil spenna í lokin
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Stjarnan og Breiðablik í 16. umferð Pepsi-Max deildar karla en þar enduðu leikar með 3-1 sigri Breiðablik. Mörk Blika skoruðu Viktor Karl Einarsson og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika skoraði tvö. Mark Stjörnumanna skoraði Oliver Haurits.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

"Mér líður vel, þrír punktar það var það sem við ætluðum að sækja. Þetta var full mikil spenna í lokin en við tókum punktana þrjá þannig ég er bara sáttur" Sagði Viktor Karl í viðtali eftir leik.

Blikar voru með öll tök á leiknum þangað til að Stjarnan minnkuðu muninn í 3-1 og fóru að herja mikið á Blikana, hvað gerðist þar að mati Viktors?

"Ég á eftir að átta mig á því hvað gerist en mér fannst við vera langt á eftir, vorum að setja boltann hátt á völlinn og vorum ekki mættir í seinni boltann þannig þeir náðu að stjórna leiknum, þó svo það liti kannski út fyrir að vera 1-1 þá var staðan 3-1 þannig við vorum kannski bara smá værukærir og smá eftir á"

Thomas Mikkelsen spilaði sinn síðasta leik fyrir Breiðablik, hversu mikill missir er að missa svona leikmann?

"Það er auðvitað bara gríðarlegur missir, hann lifir fyrir að skora og er algjör markaskorari, það er gríðarlegur missir að missa Thomas en við erum með stóran hóp og það verða aðrir að stíga upp"

Seinni leikurinn gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni fer fram á fimmtudaginn og Blikar í fínum séns.

"Klárlega, við sýndum það á Laugardagsvelli að við getum klárlega gefið þeim leik og að mínu mati töpuðum kannski ósanngjarnt þannig við ætlum að fara þarna út, keyra á þá og vinna þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner