Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mið 09. ágúst 2023 22:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Raggi: Hugsaði heilmikið um að hætta eftir síðasta tímabil
Það er hægt að týna til alls konar atvik
Það er hægt að týna til alls konar atvik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann var 100% viss í sinni sök með það, en dómarinn misstu af því held ég.
Hann var 100% viss í sinni sök með það, en dómarinn misstu af því held ég.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þormóður Egilsson.
Þormóður Egilsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Liðin vildu ekki tapa þessum leik og framan af var þetta rólegur leikur. Svo færðist meira fjör í hann, við komumst yfir, dæmt víti sem ég veit ekki hvort var víti (og þeir jafna), en mér fannst við eiga að fá víti þegar Sindri Snær er tekinn niður í boxinu. Hann var 100% viss í sinni sök með það, en dómarinn misstu af því held ég. Það er svekkjandi, það telur rosa mikið svona atvik," sagði SIgurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir tap gegn HK í kvöld.

HK skoraði tvö mörk seint í uppbótartíma seinni hálfleiks og vann 3-1.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Keflavík

„Eitt stig hefði verið betra en ekkert, en við gerum mistök í restina og þeir refsuðu okkur. Við verðum bara að læra af því, halda áfram, stutt í næsta leik."

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var á því, í viðtali við Fótbolta.net, að á sér hefði verið brotið í aðdraganda annars marksins hjá HK. Stóru atvikin féllu því ekki með Keflavík í þessum leik.

„Það er hægt að týna til alls konar atvik, en HK fékk líka sín færi og Mathias í markinu átti frábæran leik og bjargaði okkur oft. Varnarleikur liðsins þarf að vera betri. Við fengum okkar færi og hefðum fyllilega getað fengið eitthvað út úr þessum leik."

„Hvort það er 2-1 eða 3-1 skiptir ekki meginmáli í þessari stöðu sem við erum í. Við tókum sénsinn, ég var að reyna öskra á mann niður, en þeir heyrðu ekkert í mér í látunum og við fengum á okkur mark í restina,"
sagði Siggi Raggi.

Tímapunktur til að skoða eitthvað nýtt og meira spennandi
Í aðdraganda leiksins tilkynntu Keflavík og Siggi Raggi í sameiningu að leiðir milli þeirra myndu skilja eftir tímabilið, Siggi myndi ekki stýra liðinu á næsta tímabli. Varstu búinn að hugsa þetta lengi?

„Þetta var ákvörðun sem við tókum sameiginlega 31. júlí á fundi: Ég, formaður og framkvæmdastjóri. Það skilja leiðir í haust. Það er hægt að velta þessu fyrir sér fram og til baka."

„Ég hugsaði það heilmikið í fyrra eftir síðasta tímabil að hætta með liðið. Það var besta tímabil liðsins í 12 ár og við bjuggum til frábært lið. Frá því í fyrra hafa 16 leikmenn farið og það þurfti að byggja upp nýtt lið, 16 af 24 sem spiluðu í Bestu deildinni í fyrra. Það er 67% af hópnum, þar af 7-8 byrjunarliðsmenn. Við vissum að þetta verkefni yrði þungt, enda var liðinu spáð falli í byrjun móts."

„Okkur fannst tímapunktur fyrir þá að fá ferska rödd og fyrir mig að skoða eitthvað nýtt og meira spennandi. Ég er búinn að vera keyra á milli Keflavíkur og Kópavogs í fjögur ár núna, ég held að þetta sé bara fínn tímapunktur fyrir báða aðila."

„Nei, við höfum ennþá trú á verkefninu, bæði ég og stjórnin og hvorugur aðilinn vildi það. Það er bara að halda áfram, það eru 27 stig í pottinum og við erum sjö stigum frá öruggu sæti. Það eru ennþá möguleikar, eigum einhverja menn inni."


Fáir eins og Þormóður Egilsson
Áðurnefndur Gunnlaugur Fannar vildi ekkert segja um hvernig það hefði verið að fá tíðindin að Siggi Raggi myndi hætta eftir tímabilið. Veit Siggi hvernig leikmönnum fannst að heyra af tíðindunum?

„Það verður hver og einn að ákveða það fyrir sjálfan sig. Ég held að það sé enginn leikmaður að spila fyrir þjálfarann sinn, held að þeir séu fyrst og fremst að spila fyrir sjálfan sig og kannski félagið sitt í einhverjum tilvikum. En það er afskaplega lítið tryggð í fótbolta dag. Ég sagði það í sjónvarpsviðtali áðan að það eru fáir eins og Þormóður Egilsson sem spilaði allan ferilinn í KR. Þegar leikmenn hafa tekið ákveðin skref þá fara þeirri lið, leikmenn í Keflavík undanfarin ár hafa allavega gert það."

„Vonandi kemur eitthvað spennandi verkefni upp og þá skoða ég það. Á sama tíma hafa Keflvíkingar tíma til að finna nýjan aðalþjálfara fyrir næsta ár,"
sagði Siggi Raggi að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner