Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   fös 09. ágúst 2024 23:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
„Þetta er alveg ótrúlega sárt"
Lengjudeildin
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar.
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara sárt, mjög sárt," sagði Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar, eftir 1-0 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var leikur sem við þurftum að vinna. Þetta er bara mjög sárt, það er það eina sem ég get sagt."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

Hvað fór úrskeiðis í dag?

„Við gerðum ekki 'basic' atriðin; við töpuðum baráttunni og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við réðum bara illa við þá. Þetta var aðeins skárra í seinni en heilt yfir gerðum við ekki nóg til að fá eitthvað úr leiknum."

„Við vorum bara langt undir getu í dag. Við verðum bara að rífa okkur upp og vinna næsta leik."

„Grasið var ekki að bjóða upp á mikinn fótbolta, eins og margir aðrir grasvellir svo sem. Þetta var ekki okkar dagur."

Þróttarar, sem höfðu ekki tapað í sex leikjum í röð fyrir leikinn í dag, hefðu heldur betur getað stimplað sig inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni með sigri í dag. „Það var extra svekkjandi að tapa í dag. Maður var svolítið búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þetta er alveg ótrúlega sárt. Við verðum að rífa okkur í gang."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner