Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 09. ágúst 2024 23:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
„Þetta er alveg ótrúlega sárt"
Lengjudeildin
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar.
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara sárt, mjög sárt," sagði Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar, eftir 1-0 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var leikur sem við þurftum að vinna. Þetta er bara mjög sárt, það er það eina sem ég get sagt."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

Hvað fór úrskeiðis í dag?

„Við gerðum ekki 'basic' atriðin; við töpuðum baráttunni og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við réðum bara illa við þá. Þetta var aðeins skárra í seinni en heilt yfir gerðum við ekki nóg til að fá eitthvað úr leiknum."

„Við vorum bara langt undir getu í dag. Við verðum bara að rífa okkur upp og vinna næsta leik."

„Grasið var ekki að bjóða upp á mikinn fótbolta, eins og margir aðrir grasvellir svo sem. Þetta var ekki okkar dagur."

Þróttarar, sem höfðu ekki tapað í sex leikjum í röð fyrir leikinn í dag, hefðu heldur betur getað stimplað sig inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni með sigri í dag. „Það var extra svekkjandi að tapa í dag. Maður var svolítið búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þetta er alveg ótrúlega sárt. Við verðum að rífa okkur í gang."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner