Það fóru tveir leikir fram í 4. deild í gærkvöldi þar sem Álftanes og Hafnir gerðu jafntefli á heimavöllum sínum.
Álftanes gerði 2-2 jafntefli við Vængi Júpíters þar sem liðin skiptust á að taka forystuna en Bjarki Flóvent Ásgeirsson bjargaði að lokum stigi fyrir Álftnesinga seint í uppbótartíma.
Vængir Júpíters eru í fjórða sæti eftir jafnteflið, fjórum stigum frá öðru sætinu. Álftanes er áfram í fallbaráttu, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Það eru sjö stig sem skilja liðin að á stöðutöflunni.
Hafnir náðu þá jafntefli við topplið KÁ eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Staðan var 0-2 í leikhlé en tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks björguðu stigi fyrir Hafnir.
KÁ er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar en getur misst hana niður í þrjú stig þegar KH spilar leikinn sinn til góða.
Hafnir eru með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Álftanes 2 - 2 Vængir Júpiters
1-0 Bessi Thor Jónsson ('2 )
1-1 Aron Sölvi Róbertsson ('16 )
1-2 Valdimar Ingi Jónsson ('57 )
2-2 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('94 )
Hafnir 2 - 2 KÁ
0-1 Ágúst Jens Birgisson ('5 )
0-2 Gísli Þröstur Kristjánsson ('18 )
1-2 Nadir Simon Moukhliss ('47 )
2-2 Rafn Edgar Sigmarsson ('49 )
4. deild karla
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KÁ | 18 | 13 | 5 | 0 | 78 - 25 | +53 | 44 |
| 2. KH | 18 | 11 | 3 | 4 | 45 - 27 | +18 | 36 |
| 3. Árborg | 18 | 9 | 6 | 3 | 43 - 32 | +11 | 33 |
| 4. Elliði | 18 | 8 | 5 | 5 | 38 - 33 | +5 | 29 |
| 5. Vængir Júpiters | 18 | 6 | 7 | 5 | 35 - 39 | -4 | 25 |
| 6. Álftanes | 18 | 6 | 3 | 9 | 29 - 38 | -9 | 21 |
| 7. Hamar | 18 | 5 | 3 | 10 | 33 - 38 | -5 | 18 |
| 8. Hafnir | 18 | 5 | 1 | 12 | 32 - 49 | -17 | 16 |
| 9. KFS | 18 | 5 | 1 | 12 | 31 - 65 | -34 | 16 |
| 10. Kría | 18 | 3 | 4 | 11 | 28 - 46 | -18 | 13 |
Athugasemdir

