PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Nassr í viðræðum um kaup á Kingsley Coman
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sádi-Arabíska stórveldið Al-Nassr er komið í viðræður við FC Bayern um kaup á franska kantmanninum Kingsley Coman.

Fabrizio Romano greinir frá þessu og segir að Coman sé efstur á óskalistanum hjá Al-Nassr í ágúst.

Ef sádi-arabíska félaginu tekst að kaupa leikmanninn mun hann vera þriðja stóra nafnið sem skiptir yfir á skömmum tíma eftir Inigo Martinez og Joao Felix.

Aðilar eru í viðræðum um kaup og kjör og er ekki ljóst hversu áhugasamur Coman er um félagaskiptin.

Coman er 29 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi við Bayern. Hann kom að 15 mörkum í 45 leikjum á síðustu leiktíð þó hann hafi yfirleitt komið inn af varamannabekknum.

Coman var á eftir Leroy Sané og Michael Olise í goggunarröðinni á síðustu leiktíð en nú er Sané farinn til Galatasaray. Luis Díaz er þó kominn til félagsins í staðinn og verður að öllum líkindum með byrjunarliðssæti.

Serge Gnabry er einnig hjá félaginu en ljóst er að Bayern þarf að finna sér nýjan kantmann ef Coman verður seldur.

Coman hefur skorað 8 mörk í 58 landsleikjum með Frakklandi.

Hjá Al-Nassr yrði hann liðsfélagi leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic.
Athugasemdir
banner
banner