Manchester United hefur tilkynnt kaupin á slóvenska framherjanum Benjamin Sesko en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig fyrir 73,7 milljónir punda.
Þessi 22 ára gamli framherji gekkst undir læknisskoðun hjá Man Utd í gær áður en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið.
Hann verður kynntur fyrir stuðningsmönnum þegar United tekur á móti Fiorentina á Old Trafford í dag.
„Þegar við ræddum um verkefnið var mér ljóst að það er allt er til reiðu til að láta liðið halda áfram að vaxa og bráðlega mun það geta barist um stærstu titlana,“ sagði Sesko.
„Frá því ég kom hingað hef ég fundið fyrir jákvæðri orku og þessu fjölskyldu umhverfi sem félagið hefur skapað. Þetta er augljóslega fullkominn staður fyrir mig til þess að ná fram því besta úr mér og fullnægja mínum metnaði.“
Næst á dagskrá hjá United er að sækja miðjumann en Carlos Baleba, leikmaður Brighton, hefur verið sterklega orðaður við félagið síðustu daga.
???? He's here! ????
— Manchester United (@ManUtd) August 9, 2025
Benjamin Sesko is officially a Manchester United player! ????
Athugasemdir