
FHL 0 - 2 FH
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('78 )
0-2 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('82 )
Lestu um leikinn
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('78 )
0-2 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('82 )
Lestu um leikinn
FH vann 2-0 sigur á FHL í 12. umferð Bestu deildar kvenna í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.
FH-konur hafa verið fullar af sjálfstrausti í allt sumar og við því að búast að liðið myndi sækja meira í byrjun leiks. Heimakonur lágu aftarlega á vellinum en leituðu ofar þegar leið á fyrri hálfleikinn.
Seint í fyrri hálfleiknum hafnaði boltinn í neti FHL eftir aukaspyrnu frá Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, en markið var tekið af vegna rangstöðu.
Markalaust í hálfleik og var uppskriftin svipuð og í þeim fyrri. FH-ingar sóttu stíft en náðu ekki að gera sér nægilegt mat úr, að minnsta kosti ekki til að byrja með.
Thelma Karen Pálmadóttir átti laglegt skot sem fór rétt framhjá, en það kom upp umdeilt atvik nokkrum mínútum síðar er boltinn virtist fara í höndina á leikmanni FH í teignum. Allt brjálaðist í Fjarðabyggðarhöllinni, en engin vítaspyrna dæmd.
FH setti allt í botn á síðustu tuttugu mínútunum í leit að sigurmarki en vörn FHL var þétt og útlit fyrir að þær myndu standa af sér storminn, en Elísa Lana Sigurjónsdóttir var á öðru máli og tókst að koma boltanum í netið þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Elísa fékk boltann fyrir utan teiginn og smellti honum í hornið. Svekkjandi fyrir heimakonur sem höfðu fengið dauðafæri sem Macy Elizabeth Enneking varði í þverslá.
Fjórum mínútum síðar bætti Elísa við öðru marki. Embla Fönn Jónsdóttir varði skot út á Elísu sem afgreiddi boltann í netið.
FH nýtti sitt í restina og marði sigur á FHL. Nú eru FH-konur komnar upp í 2. sætið með 28 stig á meðan FHL er áfram án stiga á botninum.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 13 | 11 | 1 | 1 | 52 - 9 | +43 | 34 |
2. FH | 12 | 9 | 1 | 2 | 28 - 12 | +16 | 28 |
3. Þróttur R. | 12 | 9 | 1 | 2 | 26 - 12 | +14 | 28 |
4. Þór/KA | 12 | 6 | 0 | 6 | 20 - 20 | 0 | 18 |
5. Valur | 13 | 5 | 3 | 5 | 16 - 19 | -3 | 18 |
6. Stjarnan | 12 | 5 | 0 | 7 | 15 - 24 | -9 | 15 |
7. Fram | 12 | 5 | 0 | 7 | 16 - 30 | -14 | 15 |
8. Tindastóll | 12 | 4 | 1 | 7 | 17 - 23 | -6 | 13 |
9. Víkingur R. | 12 | 3 | 1 | 8 | 19 - 29 | -10 | 10 |
10. FHL | 12 | 0 | 0 | 12 | 5 - 36 | -31 | 0 |
Athugasemdir