Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   lau 09. ágúst 2025 13:54
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Hollywood-liðið kastaði sigrinum frá sér - Dramatík í Lundúnum
Jack Stephens var hetja Southampton
Jack Stephens var hetja Southampton
Mynd: EPA
Windass skoraði eina mark Wrexham
Windass skoraði eina mark Wrexham
Mynd: Wrexham
Nýliðar Wrexham fóru svekktir af velli af St. Mary's leikvanginum í dag eftir að hafa kastað sigrinum frá sér í 2-1 tapi gegn Southampton í 1. umferð B-deildarinnar.

Wrexham, sem hefur farið upp um tvær deildir tvö ár í röð, var að spila sinn fyrsta leik í næst efstu deild síðan á níunda áratugnum á meðan Southampton var að snúa aftur í B-deildina eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni.

Hollywood-liðið komst yfir á 22. mínútu leiksins. Brotið var á Kieffer Moore í teignum og var það Josh Windass, nýr leikmaður Wrexham, sem skoraði úr vítinu.

Wrexham var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum. Windass setti boltann í þverslá og fékk liðið nokkur færi til viðbótar til að bæta við fyrir lok fyrri hálfleiks, en sættu sig við eins marks forystu.

Það kom í bakið á þeim í síðari hálfleik. Southampton vann sig inn í leikinn þegar leið á, en það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem heimamönnum tókst að ganga frá leiknum.

Ryan Manning skoraði draumamark úr aukaspyrnu átján mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Jack Stephens seint í uppbótartíma.

Ótrúlega svekkjandi fyrir Wrexham sem heilt yfir skapaði sér betri færi í leiknum en það má auðvitað hrósa karakternum hjá Southampton að koma til baka og sækja stigin þrjú.

Charlton Athletic lagði Watford að velli, 1-0, með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma.

Harvey Knibbs kom inn af bekknum hjá Charlton á 80. mínútu, klæddi sig í skikkjuna og skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Lærisveinar Frank Lampard í Coventry gerðu markalaust jafntefli við Hull.

Leikmenn Coventry áttu fleiri skot í leiknum en aðeins þrjú af sautján hæfðu markið á meðan Hull átti 7 tilraunir, þar af þrjár á rammann.

Southampton 2 - 1 Wrexham
0-1 Josh Windass ('22 , víti)
1-1 Ryan Manning ('90 )
2-1 Jack Stephens ('90 )
Coventry 0 - 0 Hull City

Charlton Athletic 1 - 0 Watford
1-0 Harvey Knibbs ('90 )

Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 19 13 4 2 50 21 +29 43
2 Middlesbrough 19 10 6 3 28 20 +8 36
3 Millwall 19 10 4 5 23 25 -2 34
4 Ipswich Town 19 8 7 4 33 19 +14 31
5 Preston NE 19 8 7 4 26 20 +6 31
6 Stoke City 19 9 3 7 26 18 +8 30
7 Bristol City 19 8 5 6 26 21 +5 29
8 Birmingham 19 8 4 7 28 23 +5 28
9 Hull City 19 8 4 7 31 34 -3 28
10 QPR 19 8 4 7 25 29 -4 28
11 Southampton 19 7 6 6 31 26 +5 27
12 Wrexham 19 6 9 4 24 21 +3 27
13 Watford 19 7 6 6 27 25 +2 27
14 Leicester 19 7 6 6 25 24 +1 27
15 Derby County 19 7 5 7 26 28 -2 26
16 West Brom 19 7 4 8 21 25 -4 25
17 Charlton Athletic 18 6 5 7 18 23 -5 23
18 Sheffield Utd 19 7 1 11 24 28 -4 22
19 Blackburn 18 6 3 9 18 23 -5 21
20 Swansea 19 5 5 9 20 27 -7 20
21 Oxford United 19 4 6 9 20 27 -7 18
22 Portsmouth 18 4 5 9 15 25 -10 17
23 Norwich 19 3 4 12 21 32 -11 13
24 Sheff Wed 18 1 5 12 14 36 -22 -10
Athugasemdir
banner