PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea ætlar ekki í baráttuna um Guehi - Liverpool leiðir kapphlaupið
Mynd: EPA
Liverpool leiðir kapphlaupið um enska miðvörðinn Marc Guehi en þetta kemur fram í Telegraph í dag.

Guehi er 25 ára gamall og gegnir hlutverki fyrirliða hjá Palace, en Lundúnafélagið gæti neyðst til þess að selja hann fyrir gluggalok.

Englendingurinn hefur ekki áhuga á að framlengja samninginn sem rennur út á næsta ári.

Telegraph segir Liverpool leiða baráttuna en að félagið muni ekki leggja fram tilboð fyrr en nær dregur gluggalokum í von um að Palace lækki 50 milljóna punda verðmiðann.

Síðustu daga hefur verið rætt að Chelsea gæti farið á eftir Guehi í kjölfarið af því að Levi Colwill sleit krossband, en samkvæmt Mike McGrath hjá Telegraph hefur félagið engin áform um að skrá sig í baráttuna.

Chelsea er að skoða aðra leikmenn í miðvarðarstöðuna en Mario Gila hjá Lazio og Ronald Araujo hjá Barcelona hafa báðir verið orðaðir við félagið ásamt ítalska leikmanninum Giorgio Scalvini sem spilar með Atalanta.
Athugasemdir
banner