Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   lau 09. ágúst 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chevalier frá Lille til PSG (Staðfest)
Mynd: PSG
Franski markvörðurinn Lucas Chevalier er genginn til liðs við PSG frá Lille. Hann skrifar undir fimm ára samniing.

Chevalier er 23 ára gamall og er uppalinn í Lille. Hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik árið 2022. Hann var liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille.

Gianluigi Donnarumma hefur verið í rammanum hjá PSG undanfarin ár en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og talið er að Chevalier muni taka sætið í byrjunarliðinu á komandi tímabili. Þá er Donnarumma orðaður í burtu frá félaginu.

„Ég er strákur sem er að lifa drauminn. Frá því ég var lítill hefur mig alltaf langað að spila á hæsta getustigi," sagði Chevalier.


Athugasemdir
banner