Daníel Tristan Guðjohnsen lagði upp eina mark Malmö í 3-1 tapi gegn toppliði Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Framherjinn byrjaði á bekknum á meðan Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Skánarliðsins.
Mjällby hefur komið verulega á óvart á tímabilinu og var með fjögurra stiga forystu á toppnum fyrir leikinn.
Gestirnir skoruðu tvö mörk á átta mínútum í byrjun síðari hálfleiks áður en Daníel, sem kom inn á fyrir Arnór á 60, mínútu, lagði upp mark Malmö tíu mínútum síðar.
Mjällby gerði út um leikinn í uppbótartíma og lokatölur því 3-1, gestunum í vil sem eru nú með sjö stiga forystu þegar ellefu umferðir eru eftir.
Malmö er í 4. sæti deildarinnar með 33 stig, þrettán stigum frá toppnum,
Lúkas Petersson stóð í marki varaliðs Hoffenheim sem vann 4-2 sigur á Alemannia Aachen, 4-2, í C-deildinni í Þýskalandi. Þetta var fyrsti leikur Lúkasar í deildinni á þessari leiktíð, en hann hefur verið að sinna skyldum sínum með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu en mun væntanlega vera fastamarkvörður í varaliðinu á þessari leiktíð.
Brynjar Ingi Bjarnason var í vörn Greuther Furth sem tapaði fyrir Eintracht Braunschweig, 3-2, í B-deildinni.
Varnarmaðurinn átti góðan leik en var skipt af velli þegar lítið var eftir. Greuther Furth er með 3 stig eftir tvo leiki.
Valgeir Lunddal Friðriksson sat allan tímann á bekknum hjá Fortuna Düsseldorf sem tapaði fyrir Hannover, 2-0, á heimavelli. Fortuna hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu.
Malmö reducerar! Kenan Busuladzic gör sitt andra allsvenska mål! ????
— Sports on HBO Max ???????? (@sportshbomaxse) August 9, 2025
???? Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/c3EOEenVgP
Athugasemdir