Logi Tómasson var í byrjunarliði og spilaði allan leikinn í sínum fyrsta leik í tyrknesku deildinni þegar Samsunspor lagði Genclerbirligi 2-1.
Það var mikill hiti og það þurfti að stöðva leikinn fyrir vatnspásu um miðjan fyrri hálfleikinn. þegar skammt var til loka fyrri hálfleiksins átti Logi fyrirgjöf og boltinn fór í höndina á varnarmanni og vítaspyrna dæmd. Marius, framherji Samsunspor, skoraði úr spyrnunni.
Það var mikill hiti og það þurfti að stöðva leikinn fyrir vatnspásu um miðjan fyrri hálfleikinn. þegar skammt var til loka fyrri hálfleiksins átti Logi fyrirgjöf og boltinn fór í höndina á varnarmanni og vítaspyrna dæmd. Marius, framherji Samsunspor, skoraði úr spyrnunni.
Samsunspor bætti við öðru marki í seinni hálfleik og Gencellerbirligi náði að klóra í bakkann undir lokin og þar við sat.
Andri Fannar Baldursson spilaði 85 mínútur þegar Kasimpasa tapaði 2-1 gegn Antalyaspor.
Gísli Eyjólfsson spilaði 78 mínútur þegar Halmstad tapaði 1-0 gegn Sirius í sænsku deildinni. Halmstad er í 12. sæti með 18 stgi eftir 17 umferðir.
Logi Hrafn Róbertsson kom inn á í uppbótatíma þegar Istra gerði 2-2 jafntefli gegn Lokomotiv Zagreb í króatísku deildinni. Istra var manni fleiri og Zagreb skoraði jöfnunarmark á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Danijel Djuric var ónotaður varamaður.
Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á 83. mínútu þegar Sparta Rotterdam steinlá 6-1 gegn PSV í fyrstu umferð í hollensku deildinni.
Athugasemdir