Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   lau 09. ágúst 2025 21:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frábær frumraun hjá Loga í Tyrklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson var í byrjunarliði og spilaði allan leikinn í sínum fyrsta leik í tyrknesku deildinni þegar Samsunspor lagði Genclerbirligi 2-1.

Það var mikill hiti og það þurfti að stöðva leikinn fyrir vatnspásu um miðjan fyrri hálfleikinn. þegar skammt var til loka fyrri hálfleiksins átti Logi fyrirgjöf og boltinn fór í höndina á varnarmanni og vítaspyrna dæmd. Marius, framherji Samsunspor, skoraði úr spyrnunni.

Samsunspor bætti við öðru marki í seinni hálfleik og Gencellerbirligi náði að klóra í bakkann undir lokin og þar við sat.

Andri Fannar Baldursson spilaði 85 mínútur þegar Kasimpasa tapaði 2-1 gegn Antalyaspor.

Gísli Eyjólfsson spilaði 78 mínútur þegar Halmstad tapaði 1-0 gegn Sirius í sænsku deildinni. Halmstad er í 12. sæti með 18 stgi eftir 17 umferðir.

Logi Hrafn Róbertsson kom inn á í uppbótatíma þegar Istra gerði 2-2 jafntefli gegn Lokomotiv Zagreb í króatísku deildinni. Istra var manni fleiri og Zagreb skoraði jöfnunarmark á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Danijel Djuric var ónotaður varamaður.

Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á 83. mínútu þegar Sparta Rotterdam steinlá 6-1 gegn PSV í fyrstu umferð í hollensku deildinni.
Athugasemdir
banner