Thomas Frank nýr þjálfari Tottenham svaraði spurningum eftir stórt tap gegn FC Bayern í æfingaleik á dögunum.
Lokatölur urðu 4-0 en James Maddison var ekki í hópnum vegna alvarlegra meiðsla. Hann sleit krossband og missir því af stærsta hluta tímabilsins.
Tottenham var nú þegar í leit að leikmanni til að veita Maddison samkeppni um byrjunarliðssæti í holunni fyrir aftan fremsta sóknarmann en mistókst að kaupa Morgan Gibbs-White úr röðum Nottingham Forest. Þess vegna þarf félagið að snúa sér að öðrum skotmörkum.
„Við erum að leita að nýjum leikmönnum og þessi meiðsli eru mikið áfall fyrir allt liðið. Það leikur ekki vafi á því að við munum sakna hans og hann mun sakna okkar," sagði Frank meðal annars eftir tapið.
Joao Palhinha spilaði fyrri hálfleikinn eftir félagaskipti sín frá Bayern til Tottenham í sumar en stóð sig ekki vel gegn sínum fyrrum liðsfélögum.
07.08.2025 19:04
Kane skoraði og átti svakalegt vítaklúður gegn gömlu félögunum
Athugasemdir