Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   lau 09. ágúst 2025 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gyökeres opnaði markareikninginn - Reijnders með tvennu
Tijjani Reijnders
Tijjani Reijnders
Mynd: Man City
Viktor Gyökeres
Viktor Gyökeres
Mynd: Arsenal
Viktor Gyökeres skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal þegar liðið mætti Athletic Bilbao í úrslitum Emirates bikarsins en leikurinn fór fram á Emirates vellinum, heimavelli Arsenal.

Gyökeres kom liðinu yfir þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Martin Zubimendi. Bukayo Saka bætti síðan öðru markinu við stuttu síðar. Undir lok leikisns innsiglaði Kai Havertz 3-0 sigur liðsins.

Mason Greenwood kom Marseille yfir þegar liðið vann Aston Villa 3-1. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvennu en John McGinn skoraði mark Aston Villa.

Tijjani Reijnders skoraði sín fyrstu mörk þegar Man City lagði Palermo 3-0. Erling Haaland kom liðinu yfir í fyrri hálfleik en Reijnders skoraði tvennu í seinni hálfleik. James Trafford spilaði sinn fyrsta leik eftir komuna frá Burnley en hann var í markinu í fyrri hálfleik.

Nottingham Forest gerði markalaust jafntefli gegn Al-Qadsiah frá Sádi-Arabíu. Brighton og Wolfsburg mættust fyrr í dag en liðin mættust síðan aftur þar sem Brighton vann 2-1, Georginio Rutter og Maxim De Cuyper skoruðu mörkin en þetta var fyrsta mark De Cuyper sem gekk til liðs við félagið í sumar frá Club Brugge.

Raul Jimenez var hetja Fulham sem vann Frankfurt 1-0. Bournemouth gerði markalaust jafntefli gegn Real Sociedad en Orri Steinn Óskarsson spilaði klukkutíma fyrir Sociedad.
Athugasemdir
banner