West Ham United hefur gengið frá kaupum á danska markverðinum Mads Hermansen en hann kemur til félagsins frá Leicester City.
Hamrarnir þurftu annan markvörð inn í hópinn eftir að Lukasz Fabianski yfirgaf félagið í sumar.
Samkvæmt erlendu miðlunum tóku viðræður West Ham við Leicester dágóðan tíma en á endanum náðu þau samkomulagi um 18 milljóna punda verðmiða.
Hermansen er 25 ára gamall og spilaði stórt hlutverk er Leicester komst upp í úrvalsdeildina á síðasta ári. Hann lék síðan 27 deildarleiki er liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.
Daninn skrifaði undir fimm ára samning hjá West Ham með möguleika á ári til viðbótar og hefur nú verið formlega kynntur hjá félaginu.
Holding the line ????? pic.twitter.com/tYKy5ZGB9M
— West Ham United (@WestHam) August 9, 2025
Athugasemdir