PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 14:31
Brynjar Ingi Erluson
Hermansen til West Ham (Staðfest)
Mads Hermansen er mættur í búrið hjá West Ham
Mads Hermansen er mættur í búrið hjá West Ham
Mynd: West Ham
West Ham United hefur gengið frá kaupum á danska markverðinum Mads Hermansen en hann kemur til félagsins frá Leicester City.

Hamrarnir þurftu annan markvörð inn í hópinn eftir að Lukasz Fabianski yfirgaf félagið í sumar.

Samkvæmt erlendu miðlunum tóku viðræður West Ham við Leicester dágóðan tíma en á endanum náðu þau samkomulagi um 18 milljóna punda verðmiða.

Hermansen er 25 ára gamall og spilaði stórt hlutverk er Leicester komst upp í úrvalsdeildina á síðasta ári. Hann lék síðan 27 deildarleiki er liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Daninn skrifaði undir fimm ára samning hjá West Ham með möguleika á ári til viðbótar og hefur nú verið formlega kynntur hjá félaginu.


Athugasemdir
banner