PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 14:06
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd vann Snapdragon-bikarinn
Mynd: EPA
De Gea gerði mistök í markinu
De Gea gerði mistök í markinu
Mynd: EPA
Manchester United vann Snapdragon-bikarinn í síðasta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu eftir að hafa lagt Fiorentina að velli eftir vítakeppni á Old Trafford í dag.

Ekki byrjaði það vel fyrir United sem lenti undir eftir tæplega átta mínútna leik.

Albert Guðmundsson átti hnitmiðaða hornspyrnu inn á Simon Sohm í teignum sem skoraði með góðu skoti í hægra hornið.

United svaraði rúmum stundarfjórðungi síðar og kom það mark líka eftir hornspyrnu. Hornspyrnan virkaði ekkert sérstaklega hættuleg en hún varð það þegar David De Gea datt í markinu og var það Robin Gosens sem stýrði boltanum í eigið net. Neyðarlegt hjá De Gea gegn sínum gömlu félögum.

Hann lét þessi mistök ekki á sig fá og aðeins fimm mínútum síðar átti hann stórkostlega vörslu frá Leny Yoro sem skallaði fyrirgjöf Bryan Mbeumo í átt að marki.

Hálftíma fyrir leikslok komst Matheus Cunha nálægt því að bæta við öðru fyrir United en De Gea náði rétt svo að koma fingrunum í boltann og aftur fyrir endamörk.

Fleiri urðu mörkin ekki á Old Trafford og þurfti því að knýja fram sigurvegara í vítakeppni. Man Utd skoraði úr öllum fimm vítum sínum. Altay Bayindir, markvörður United, tókst að verja fimmta og síðasta víti Fiorentina og tryggja þeim SnapDragon-bikarinn.


Athugasemdir
banner