PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 10:38
Brynjar Ingi Erluson
PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Margir framherjar orðaðir við Newcastle
Powerade
PSG býst við tilboðum í Donnarumma
PSG býst við tilboðum í Donnarumma
Mynd: EPA
Newcastle hefur áhuga á Samu, framherja Porto, en hann er ekki sá eini á óskalista félagsins
Newcastle hefur áhuga á Samu, framherja Porto, en hann er ekki sá eini á óskalista félagsins
Mynd: EPA
Powerade-slúðurpakinn er ágætlega veglegur að þessu sinni og er framherjaleit Newcastle í fyrirrúmi.

Franska félagið Paris Saint-Germain er að búast við tilboðum frá Chelsea, Manchester United og Inter í ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma (26), sem er ekki lengur í framtíðaráformum PSG. (ESPN)

Newcastle er að undirbúa nýtt og endurbætt tilboð í Yoane Wissa (28), leikmann Brentford á Englandi. (Times)

Þá hefur Newcastle opnað viðræður við PSG um franska framherjann Randal Kolo Muani (26). (Florian Plettenberg)

Newcastle er einnig að íhuga að leggja fram tilboð í Samu Aghehowa (21), framherja Porto í Portúgal. (Athletic)

Senegalski framherjinn Nicolas Jackson (24) væri til í að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni ef hann fer frá Chelsea í sumar og er Newcastle talinn líklegur áfangastaður. (Sun)

Jackson hefur einnig verið orðaður við AC Milan og Juventus á Ítalíu. (Mail)

Jean-Philippe Mateta (28), framherji Crystal Palace, er efstur á óskalista Atalanta á Ítalíu. Félagið er reiðubúið að leggja fram 29,7 milljóna punda tilboð í næstu viku. (Football Italia)

Ademola Lookman (27), framherji Atalanta og nígeríska landsliðsins, vill komast til Inter fyrir gluggalok þrátt fyrir að hafa verið boðið að fara í ensku úrvalsdeildina. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United ætlar að fá varnarsinnaðan miðjumann og markvörð eftir að hafa gengið frá kaupum á slóvenska framherjanum Benjamin Sesko (22) frá Leipzig. (Telegraph)

Southampton vill að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir enska U21 árs landsliðsmanninn Tyler Dibling (19). Everton vonast til að geta landað leikmanninum. (Liverpool Echo)

Franska félagið Lille ætla að reyna fá tékkneska markvörðinn Antonin Kinsky (22) á láni frá Tottenham. (L'Equipe)

Brentford hefur áhuga á að fá Dango Ouattara (23) frá Bournemouth. Ouattara spilaði 32 deildarleiki með Bournemouth á síðustu leiktíð. (Sky Sports)

Nýliðar Leeds United vilja fá argentínska miðjumanninn Facundo Buonanotte (20) frá Brighton. Borussia Dortmund hefur einnig sýnt honum áhuga. (Yorkshire Evening Post)

Al Nassr hefur lagt fram tilboð í Kingsley Coman (29), leikmann Bayern München, en franski landsliðsmaðurinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um framtíð sína. (Sky Sports)
Athugasemdir