Fiorentina var rétt í þessu að taka forystuna gegn Manchester United í æfingaleik á Old Trafford og auðvitað var það Albert Guðmundsson sem lagði upp mark ítalska liðsins.
Svissneski miðjumaðurinn Simon Sohm skoraði markið á 8. mínútu leiksins með laglegu skoti úr teignum eftir hnitmiðaða hornspyrnu Alberts.
Frábær byrjun hjá Fiorentina og Alberti, sem er helsta ógn Flórensarliðsins í föstu leikatriðunum.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Simon Sohm | Manchester United 0-1 Fiorentinapic.twitter.com/nhVaQEAkeK
— Goals Xtra (@GoalsXtra) August 9, 2025
Athugasemdir