Útlit er fyrir að þýski varnarmaðurinn Malick Thiaw sé á leið til Newcastle United frá AC Milan en það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu í dag.
Newcastle lagði fram nýtt og endurbætt tilboð í Thiaw sem er talið nema um 35 milljónum punda.
Thiaw, sem er 24 ára gamall, er spenntur fyrir því að ganga í raðir Newcastle og eru viðræðurnar nú komnar á lokastig,
Romano segir stutt í „Here we go!“ og virðist glugginn hjá Newcastle vera að þokast í rétta átt eftir skelfilega byrjun á sumrinu.
Næst á dagskrá hjá Newcastle er að finna tvo framherja og mögulega miðjumann, og þá getur Eddie Howe, stjóri félagsins, verið nokkuð sáttur með gluggann.
Takist Newcastle að landa toppframherja mun það líklegast selja Alexander Isak til Liverpool.
Athugasemdir