Enskir fjölmiðlar kepptust við að greina frá því að Benjamin Sesko væri á leið í læknisskoðun hjá Manchester United í gær.
Ekki hafa borist fregnir um hvernig gekk í skoðuninni en ef það gekk vel þá segir Sky Sports að framherjinn gæti verið kynntur til leiks sem nýr leikmaður Rauðu djöflanna í dag.
Man Utd spilar æfingaleik við Fiorentina í kvöld og er mögulegt að Sesko verði formlega afhjúpaður fyrir upphafsflautið.
United borgar í heildina um 74 milljónir punda til að kaupa Sesko, sem er 22 ára gamall og hefur skorað 39 mörk í 87 leikjum með RB Leipzig. Hann gerir fimm ára samning.
08.08.2025 15:37
Sesko var viðstaddur opnun á nýju æfingasvæði Man Utd
Athugasemdir