Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. september 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Conte harðneitar að selja Skriniar
Mynd: Getty Images
Josep Guardiola vill fá Milan Skriniar til að leysa meiðslavandræði í varnarlínu Manchester City.

Skriniar er lykilmaður í liði Inter en Antonio Conte, nýr stjóri félagsins, harðneitar að selja miðvörðinn.

Frá þessu greina ítalskir fjölmiðlar sem segja Conte hafa hafnað fyrirspurn frá Man City um möguleg félagaskipti Skriniar.

Skriniar er 24 ára gamall og er metinn á rúmlega 50 milljónir punda. Hann er lykilmaður í landsliði Slóvakíu og hefur áður spilað fyrir Sampdoria í ítalska boltanum.

Aymeric Laporte er frá vegna meiðsla þessa stundina en Guardiola er aðeins með þrjá miðverði í leikmannahópnum. Miðjumennirnir Fernandinho og Rodri geta þó dottið inn í varnarlínuna til að fylla í skarðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner