Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. september 2019 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt byrjunarlið Íslands í Albaníu - Leikkerfinu breytt?
Icelandair
Byrjar Hamren með Kolbein einn upp á topp?
Byrjar Hamren með Kolbein einn upp á topp?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heldur Arnór Ingvi sæti sínu í byrjunarliðinu?
Heldur Arnór Ingvi sæti sínu í byrjunarliðinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun leikur Ísland við Albaníu í undankeppni EM 2020. Leikurinn fer fram í Elbasan í Albaníu.

Ísland vann 3-0 sigur gegn Moldóvu síðastliðinn laugardag, en búast má við breytingum á byrjunarliðinu fyrir leikinn á morgun. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði að mjög líklega yrði svo í Innkasti á Fótbolta.net eftir leikinn gegn Moldóvu.

„Við þurfum að vera þéttari á ákveðnum svæðum á vellinum og það er sú breyting sem verður taktískt. Síðan þurfum við að sjá heilsuna og hvernig strákarnir pússlast inn í það," sagði Freyr.

Allir leikmennirnir gátu tekið þátt á æfingu í dag og því má reikna með því að þeir séu allir til taks fyrir morgundaginn.

Við teljum að Ísland breyti um leikkerfi og fari í 4-5-1, miðsvæðið verði þannig þéttara. Kolbeinn Sigþórsson verði fremstur. Við skjótum á það að Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason detti út og inn í þeirra stað komi Rúnar Már Sigurjónsson og Emil Hallfreðsson.

Leikur Íslands og Albaníu hefst klukkan 18:45 annað kvöld. Fótbolti.net er með teymi í Albaníu og verða leiknum gerð góð skil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner