Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 09. september 2020 12:21
Magnús Már Einarsson
Kane sendi Foden og Greenwood skilaboð
Harry Kane (til vinstri).
Harry Kane (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Strákarnir gerðu mistök og þeir vita það. Þeir munu klárlega læra af þessu," sagði Harry Kane, framherji enska landsliðsins, um mál Phil Foden og Mason Greenwood.

Eins og frægt er voru Foden og Greenwood reknir heim úr landsliðsverkefni með Englandi eftir að þeir brutu sóttvarnarreglur með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á hótel sitt.

„Þetta er lexía sem ungir leikmenn læra af. Allir leikmenn í enska landsliðinu verða að átta sig á ábyrgðinni og að það eru margir að fylgjast með þeim. Þeir geta lært af þessu," sagði Kane en hann sendi bæði Foden og Greenwood skilaboð.

„Ég sendi þeim báðum skilaboð. Það er mikilvægt fyrir þá að heyra einhverja rödd. Líðan þeirra gæti verið eins og þeir séu einmanna. Það er ekki auðvelt að taka gagnrýni frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum."

„Ég vildi ekki að þeim myndi líða eins og þeir væru einir. Ég veit að nokkrir aðrir strákar hafa sent skilaboð á þá líka til að passa upp á að þeim líði betur."

Athugasemdir
banner
banner