Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. september 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir stelpurnar og íslenska knattspyrnu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir í dag króatíska liðinu Osijek á Kópavogsvelli í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1, eftir fyrri leik liðanna í Króatíu. Sigurvegari leiksins í dag fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og yrði það sögulegur árangur því ekkert íslenskt lið hefur komist í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Fótbolti.net ræddi við þau Vilhjálm Kára Haraldsson, þjálfara liðsins, og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða liðsins, eftir leikinn gegn Stjörnunni á sunnudag. Þau voru spurð út í verekfnið gegn Osijek.

Sjá einnig:
Geta skrifað nýjan kafla í sögunni - „Blikar miklu betra fótboltalið"
„Þetta er dauðafæri fyrir Breiðablik"

Vonar að fólk mæti og horfi á leikinn
„Leikurinn leggst bara mjög vel í okkur, þetta verður bara hörkuspennandi leikur. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir stelpurnar og bara fyrir íslenska knattspyrnu. Maður vonar bara að við náum góðum leik og fólk mæti og horfi á okkur."

„Við vorum ágætlega sátt með fyrri leikinn, auðvitað vildum við vinna leikinn en það tókst ekki. Við ætlum að læra af því sem gekk ekki nógu vel í fyrri leiknum, reyna bæta það og koma grimmar í seinni leikinn og taka hann."

„Mér fannst við alveg eiga skilið að vinna leikinn úti. Ef við erum á heimavelli þá hljótum við að eiga ennþá betri möguleika,"
sagði Vilhjálmur.

Vitum að við getum gert betur
„Stemningin er bara mjög góð í hópnum, við getum ekki beðið eftir því að spila á móti þessu liði á okkar heimavelli, á góðum veli, með áhorfendurna okkar. Við erum mjög peppaðar."

„Við tökum alveg stigið á útivelli en við vorum betri og vitum að við getum gert betur. Núna þekkjum við þær aðeins betur þannig að við erum mjög tilbúnar í leikinn,"
sagði Ásta Eir.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net. Viðtölin í heild má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Evrópuleikur Breiðabliks fer fram þrátt fyrir smit innan hópsins
Vilhjálmur: Mér fannst stelpurnar bara standast þetta próf
Ásta Eir: Er svona 90% viss um að annað markið þeirra hafi verið rangstaða
Athugasemdir
banner
banner
banner