Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. september 2021 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orð Eiðs Smára meikuðu miklu meiri sens eftir tíðindin
Icelandair
Hannes Þór lék kveðjuleik sinn í gær.
Hannes Þór lék kveðjuleik sinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ver frá Timo Werner í dauðafæri.
Ver frá Timo Werner í dauðafæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær lék Hannes Þór Halldórsson sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Hannes hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins síðasta áratuginn eða svo. Rúnar Alex Rúnarsson hafði spilað fyrstu tvo landsleikina í glugganum sem lauk í gær.

Liðsval landsliðsþjálfarana fyrir leikinn gegn Þýskalandi var til umræðu í Innkastinu í gær. Þá var verið að velta orðum Eiðs Smára Guðjohnsen, sem hann lét falla um markvarðarstöðuna, í viðtali fyrir leik.

Sjá einnig:
Viðtalið við Eið Smára
Hannes Þór leggur landsliðshanskana á hilluna
Hannes fær fallegar kveðjur - „Sýndir okkur að það er víst allt hægt í þessu"
„Heiður fyrir mig að fá að fylgjast með honum"

„Okkur fannst Hannes kjörinn í þennan leik út af reynslunni. Hann hefur eiginleika fyrir þennan leik sem eru betri en það sem Rúnar Alex er með. Við vonumst eftir sömu frammistöðu frá Hannesi og við höfum séð frá honum síðustu tíu á. Við vitum að Hannes verður ekki með okkur næstu þrjú árin, eða hvað sem það er, en þetta er leikurinn fyrir hann að okkar mati. Rúnar Alex á framtíðina fyrir sér, eins og Patrik. Framtíðin er björt hvað þessi mál varðar. Í dag fannst okkur þetta rétta ákvörðunin," sagði Eiður í viðtali við RÚV.

Áður en Hannes tilkynnti sjálfur í viðtali eftir leik að þetta hefði verið lokaleikurinnn með landsliðinu var upptaka á Innkastinu hafin.

„Ef þetta var kveðjuleikurinn hans þá hefði ég viljað fá það tilkynnt," sagði Tómas. Skömmu síðar fengu meðlimir þáttarins þau skilaboð að Hannes væri hættur með landsliðinu.

„Nú meika orð Eiðs Smára miklu, miklu, miklu meiri sens," sagði Tómas.

Annað í liðsvalinu var til umræðu. Hver er aðalmarkvörður, hringl í miðvarðarstöðunni við hlið Brynjars Inga Bjarnasonar, enginn einn fyrirliði og af hverju Þórir Jóhann Helgason byrjaði en ekki Jón Dagur Þorsteinsson.
Innkastið - Löng og ströng leið upp fjallið aftur
Athugasemdir
banner
banner