Afturelding fékk Ægi í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 5-0 fyrir heimamönnum sem voru á sínum degi. Magnús Már þjálfari Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Afturelding 5 - 0 Ægir
„Mjög öflugur sigur í dag, gerðum það sem við ætluðum okkur og héldum hreinu. Skoruðum mikið af mörkum, stýrðum leiknum ég er mjög ánægður með strákana, kláruðu þetta með mikilli fagmennsku. "
Afturelding er í 2. sæti deildarinnar
„Við erum að spila leik í næstu viku sem er síðasti leikurinn okkar í deildinni og við ætlum að vinna hann og svo sjáum við hvort við förum í umspilið eftir þann leik. Það er einn leikur eftir, eina einbeitingin mín er að vinna Þrótt um næstu helgi og svo tökum við svo stöðuna eftir það".
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir























