Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   mið 09. október 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már: Býst við að sitja á bekknum
Icelandair
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, er ánægður með að vera kominn aftur í landsliðshópinn en býst þó við að fá annað hlutverk en hann hefur verið í hingað til í undankeppninni.

Birkir Már var ekki valinn í síðasta landsliðsverkefni er Ísland spilaði við Moldóva og Albani. Góður sigur vannst á Moldóva en svekkjandi tap í Albaníu.

Hann er auðvitað í skýjunum með að vera mættur aftur en býst ekki við því að spila mikið.

„Jú, það er frábært að vera kominn aftur og bara gaman. Ég tel að þetta séu góðir möguleikar, við höfum oft náð góðum úrslitum gegn góðum löndum hér á Laugardalsvelli," sagði Birkir Már við Fótbolta.net

Það þarf varla að kynna franska liðið fyrir Íslendingum en Frakkar eru heimsmeistarar og með einhvern breiðasta landsliðshóp í heimi. Það eru gæði í öllum stöðum og verður engin breyting á þar á föstudaginn.

„Það er farið yfir alla andstæðinga hvort sem það sé Andorra eða Frakkland eða hvað það er á milli. Það er farið yfir styrkleika og veikleika þó ég held að flestir vita styrkleika þeirra en við förum yfir það sem við getum gert til að refsa þeim."

„Ég býst við að sitja á bekknum og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis inná. Bara mæti og vonast til að spila en hugsa að mitt hlutverk verði að styðja við þá sem eru í byrjunarliðinu."


„Ég held að það sé engin spurning að menn vilji koma til baka og sýna sitt rétta andlit og ná góðum úrslitum."

Birkir Már bjóst ekki endilega við kallinu en ákvað að halda sér í formi eftir að tímabilið kláraðist með Val.

„Ég hélt sem betur fer áfram að æfa eftir síðasta leik. Ég hélt að ég yrði ekki valinn í hópinn en ákvað að æfa áfram. Ég er í góðu leikformi og góðu formi yfir höfuð," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner