Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 09. október 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már: Býst við að sitja á bekknum
Icelandair
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, er ánægður með að vera kominn aftur í landsliðshópinn en býst þó við að fá annað hlutverk en hann hefur verið í hingað til í undankeppninni.

Birkir Már var ekki valinn í síðasta landsliðsverkefni er Ísland spilaði við Moldóva og Albani. Góður sigur vannst á Moldóva en svekkjandi tap í Albaníu.

Hann er auðvitað í skýjunum með að vera mættur aftur en býst ekki við því að spila mikið.

„Jú, það er frábært að vera kominn aftur og bara gaman. Ég tel að þetta séu góðir möguleikar, við höfum oft náð góðum úrslitum gegn góðum löndum hér á Laugardalsvelli," sagði Birkir Már við Fótbolta.net

Það þarf varla að kynna franska liðið fyrir Íslendingum en Frakkar eru heimsmeistarar og með einhvern breiðasta landsliðshóp í heimi. Það eru gæði í öllum stöðum og verður engin breyting á þar á föstudaginn.

„Það er farið yfir alla andstæðinga hvort sem það sé Andorra eða Frakkland eða hvað það er á milli. Það er farið yfir styrkleika og veikleika þó ég held að flestir vita styrkleika þeirra en við förum yfir það sem við getum gert til að refsa þeim."

„Ég býst við að sitja á bekknum og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis inná. Bara mæti og vonast til að spila en hugsa að mitt hlutverk verði að styðja við þá sem eru í byrjunarliðinu."


„Ég held að það sé engin spurning að menn vilji koma til baka og sýna sitt rétta andlit og ná góðum úrslitum."

Birkir Már bjóst ekki endilega við kallinu en ákvað að halda sér í formi eftir að tímabilið kláraðist með Val.

„Ég hélt sem betur fer áfram að æfa eftir síðasta leik. Ég hélt að ég yrði ekki valinn í hópinn en ákvað að æfa áfram. Ég er í góðu leikformi og góðu formi yfir höfuð," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner