Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. desember 2018 18:58
Elvar Geir Magnússon
Benítez: Þurfum VAR og það strax
Deandre Yedlin fékk rautt frá Mike Dean dómara.
Deandre Yedlin fékk rautt frá Mike Dean dómara.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez og hans menn í Newcastle voru allt annað en sáttir við dómgæsluna þegar liðið tapaði fyrir Wolves í dag en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

„Það voru lykilatriði í leiknum, rauða spjaldið sem við fengum á okkur og þegar Willy Boly slapp eftir olnbogaskot á Ayose Perez. Við þurfum að fá VAR og það strax. Þetta eru atriði sem öllu breyta," sagði Benítez.

DeAndre Yedlin var rekinn útaf á 57. mínútu þegar hann togaði Diogo Jota niður. Benítez var ekki sammála þeirri ákvörðun.

„Við gerðum nóg til að stýra leiknum. Við gerðum allt sem við gátum til að vinna leikinn. Þetta rauða spjald var rangt. Það var ekki verið að ræðna upplögðu marktækifæri. Getur leikmaður í vítateigshorninu alltaf skorað? Við misstum af þremur stigum í dag og áttum skilið að vinna."

Wolves er í tíunda sæti en Newcastle í því fimmtánda, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner