Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti fékk áhugaverða spurningu á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Real Betis sem fer fram í hádeginu.
Á dögunum samdi bandaríski kylfingurinn Jon Rahm við LIV-mótaröðina, en hún var sett á laggirnar af PIF (ríkissjóð Sádi-Arabíu og eiganda Newcastle United).
Rahm mun þéna 450 milljónir evra fyrir eitt tímabil. Í fótboltanum höfum við séð Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Neymar fara til Sádi-Arabíu og fengið veglega samninga.
Myndi Ancelotti samþykkja að fara þangað ef hann fengi sömu upphæð og Rahm?
„Ég færi gangandi og þyrfti ekki að fara í flug. Ég er að grínast, en heimurinn er að breytast og mun halda áfram að breytast. Þetta kemur engum á óvart. Jon Rahm er ótrúlega góður þó ég sé enginn sérfræðingur um golf, en hann virðist vera sá allra besti,“ sagði Ancelotti.
Enginn frá Sádi-Arabíu hefur haft samband við Ancelotti til þessa.
„Nei, þeir hafa ekki hringt í mig og ég lifi í núinu og það er rosalega gott,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir