Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   lau 09. desember 2023 13:55
Aksentije Milisic
Palace komið í forystu gegn Liverpool - Tók eina mínútu og 45 sekúndur að skoða atvikið
Mynd: Getty Images

Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, var að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu en hann skoraði þá af vítapunktinum í leik gegn Liverpool sem nú er í gangi.


Það tók VAR herbergið alls eina mínútu og 45 sekúndur að skoða atvikið en Jarell Quansah, varnarmaður Liverpool, sparkaði þá í Mateta sem féll.

Að lokum dæmdi Madley, dómari leiksins, víti eftir að hann var loks sendur í skjáinn. Mateta tók spyrnuna og skaut beint á markið en Alisson Becker skutlaði sér til hliðar.

Palace fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum en hún var dregin til baka eftir brot á Endo í aðdragandanum.

Athugasemdir
banner
banner
banner